Stokkur Software

Stokkur Software

Sérfræðingar í ÖPPUM!
Stokkur Software
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Stokkur Software er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í forritun á öppum. Fyrirtækið hefur smíðað mörg af vinsælustu öppum landsins eins og Aur, Strætó, Domino’s, Lottó, Alfreð og Leggja ásamt tugum annarra appa. Stokkur hefur haslað sér völl sem öflugt hugbúnaðarfyrirtæki hér á landi og erum við orðin þekkt fyrir Hönnunarsprettina okkar og mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa nýtt sér þá þjónustu hjá okkur.
Þórunnartún 2, 105 Reykjavík
1
#1 í appþróun & apphönnun
#1 í appþróun & apphönnun
Viltu vinna með snillingum?
Við trúum því að það eigi að vera gaman í vinnunni og verkefnin þurfa að vera bæði skemmtileg og ögrandi. Hefur þú brennandi áhuga á framúrskarandi notendaupplifun og vilt vinna með fólki sem hugsar eins? Teymið okkar lærir nýja hluti á hverjum degi ásamt því að taka þátt í spennandi þróun og ákvarðanatöku af krafti og ástríðu.
Hönnun (e. Software Design)
Vissuð þið að við höfum hannað sjálf nánast allar þær hugbúnaðarlausnir sem við höfum þróað? Stokkur býr nefnilega yfir margra ára þekkingu á notendaupplifun (e. UI/UX) og grafískri hönnun. Við erum ekki bara að þróa öpp, við hönnum líka notendavænar vefsíður og öpp. Hafðu samband ef að þig vantar hönnun eða aðstoð með hönnun, við höfum þekkinguna!

11-50

starfsmenn

2007

stofnár

Fjarvinna

Matur

Vinnutími

Búnaður

Hreyfing

Samgöngur

Skemmtun

Húsnæði

Nýjustu störfin

Engin störf í boði

Hvað kostar að búa til app?
Við fáum þessa spurningu mjög oft en staðreyndin er sú að öpp eru gríðarlega fjölbreytileg og þess vegna er kostnaðurinn það líka. Það er erfitt meta kostnaðinn út frá hugmyndinni einni og sér og því mælumst við til með að fara með hugmyndina í gegnum svokallaðan hönnunarsprett hjá okkur til þess að fá betri mynd af umfangi verkefnisins og þar af leiðandi nákvæmari kostnaðaráætlun.
Hönnunarsprettir (e. Design Sprint)
Stokkur hefur boðið upp á hönnunarspretti til margra ára með frábærum árangri. Í gegnum þá hjálpum við viðskiptavinum að svara spurningum og taka ákvarðanir á aðeins 5 dögum sem annars gæti tekið marga mánuði. Hönnunarsprettirnir okkar hafa þróast mikið í gegnum árin en við aðlögum hvern og einn að kröfum viðskiptavina til að hámarka árangurinn og tryggja sameiginlega sýn á verkefnið.
Ráðgjöf í hugbúnaðar- & stafrænni þróun (e. consult)
Stokkur hefur sérhæft sig í appþróun í yfir 15 ár og býr yfir sérstöðu á því sviði. Stokkur hefur aðstoðað ýmis fyrirtæki, bæði stór og smá, við að þróa og hanna hugbúnaðarlausnir.